Hugleikur Dagsson með uppistand á Húrra í kvöld (Icetralia)

ICETRALIA er alþjóðlegur viðburður sem skartar tveimur grínistum frá tveimur mismunandi eyjum: Jono Duffy og Hugleiki Dagssyni. Saman veita þeir áhorfendum allt það sem hægt er að óska sér frá góðu uppistandi, þ.e.a.s. glöggskyggni, klámfengni og tónlist.

Jono Duffy er ástralskur grínisti sem hefur einnig komið fram í nokkrum kabarett sýningum, en hann fluttist nýverið til Íslands til þess að forðast fyrrverandi eiginmenn sína og eitraðar köngulær. Grínið hans svipar til hans sjálfs: hommalegt, ástralskt og svolítið örvæntingafullt.

Hugleikur Dagsson er tiltölulega hæfileikaríkur skopmyndateiknari sem stundar uppistand til þess að forðast erfiðisvinnu. Þetta hefur veitt honum smá frama, smá pening og sýkt hann af alls kyns sjúkdómum. Grínið hans svipar einnig til hans sjálfs: klúrt, vinalegt og svolítið einhverft.

Uppistand kvöldsins fer fram á Húrra (en vanalega fara kvöldin fram á Café Rosenberg). Aðgangur við hurð kostar 2,000 ISK og sýningin byrjar klukkan 21:00. Uppistandið fer fram á ensku.

Það verða einvörðungu fimm sýningar í viðbót: Í kvöld 26. maí, 2. júní, 9. júní, 16. júní og 23. júní.

Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook:

https://www.facebook.com/events/1594425997536110/

Auglýsing

læk

Instagram