,,Það hljómar rökrétt að slaka á en god damn, ég nenni því ekki“

Úlfur Úlfur

Eins og fram kom í aðfararorðunum gáfuð þið út plötuna Tvær plánetur í sumarbyrjun og hún hefur fengið frábærar viðtökur. Klént eins og það er spyr ég samt: hafa viðtökurnar komið ykkur á óvart?

Arnar: Ég leyfi mér vanalega að vera vongóður þegar ég hef unnið hart að einhverju en þetta hefur verið fáránlegt. Vikurnar fyrir útgáfu var ég stressaður, upplifði í fyrsta skipti að kannski værum við að gera okkur of berskjaldaða og vældi aðeins í Helga og þeim sem standa mér næst en samstundis og hún kom út fann ég einungis fyrir júfórískum létti – bæði vegna þess að ég gat ekki lengur spáð í þessu og að viðtökurnar voru góðar.

Helgi: Geggjaðar móttökur.

Hvað var platan lengi í vinnslu?

Arnar: Það eru lög á plötunni sem voru samin 2012 en það var samt ekki fyrr en seinasta sumar, 2014, sem við fórum markvisst að vinna að henni. Langflest lögin urðu til þá og um það tímabil fjallar platan.

Hvaða tónlist eruð þið sjálfir að hlusta á? Hefur einhver tiltekin tónlist, listamenn eða plötur, haft áhrif á ykkar tónlistarsköpun? Hvað með gerð þessarar plötu sérstaklega?

Arnar: Ég á erfitt með að benda á ákveðna listamenn sem hafa haft bein áhrif á tónlistarsköpunina. Íslenska

senan veitir manni náttúrulega endalausan innblástur en svo er fjöldinn allur af erlendum artistum sem ég hef alla tíð litið upp til. Ég er pínu upptekinn af því að hljóma ekki eins og neinn annar en ég hika ekki við að taka listamenn mér til fyrirmyndar. Þegar þessi plata var samin man ég sérstaklega eftir því að hafa hlustað mikið á Future, Kanye, Young Thug og Riff Raff.

Helgi: Ég hef farið í gegnum rosalega margar stefnur og artista og ég held að það spili allt saman inn í fyrir það sound sem við erum að vinna með í dag. Lengst af hef ég dýrkað og dáð Tom Waits, Leonard Cohen, Bruce Springsteen og 2pac. Í dag(síðastliðin 5 ár) hlusta ég mikið á allskyns poppmúsík. Í mestu uppáhald núna eru Katy Perry, Elliphant, Diplo, Future og Kanye. Annars bara það sem grípur mig.

Þegar maður hlustar á plötuna virðist manni textarnir oftar en ekki spegla nokkuð blátt áfram líf ykkar. Er það meðvitað gert eða eitthvað sem bara verður án sérstakrar íhugunar?

Arnar: Bæði. Einlægnin er okkur eðlislæg og hefur alla tíð verið en að sjálfsögðu er það meðvitað. Textarnir fjalla einfaldlega um það sem veitir okkur innblástur og oftar en ekki eru það málefni líðandi stundar, uppákomur í lífinu og stríð sem maður heyjar innra með sér. Mig langar bara að fjalla um eitthvað raunverulegt og fyrir mér er fátt raunverulegra en minn persónulegi hversdagsleiki.

Nú eruð þið ásamt nokkrum öðrum í nokkrum sérflokki í íslenskum rappheimi, hvað varðar fjölda hlustenda og barasta stærð almennt. Getið þið lifað af því að búa til og flytja tónlist?

Arnar: Í stuttu máli sagt, já. Það er samt fokkíngs ströggl og ekki eitthvað sem allir myndu sætta sig við. Ég er samt mun hrifnari af því að gera það sem ég hef ástríðu fyrir og harka mánuð eftir mánuð heldur en.. þúveist, hitt.

Á sínum tíma áttu rapparar í dálítið snúnu sambandi við poppheiminn, vildu fá sem mesta útbreiðslu en á sama tíma máttu þeir ekki gera hitt og þetta til að þóknast markaðnum, ekki fórna einhverjum meintum trúverðugleika. Sjáið þið ykkur sem popptónlistarmenn?

Arnar: Algjörlega, 100% popptónlistarmenn. Skammast mín ekki vitund fyrir það. Popp er snilld. Það var líka undirliggjandi markmið sem við settum okkur þegar við stofnuðum bandið; að gera poppaðri tónlist en við höfðum leyft okkur fram af því. Ég vil samt ekki meina að við höfum tapað einhverjum trúverðuleika með því að þóknast markaðnum með grípandi melódíum og slíku. Þvert á móti finnst mér trúverðugleikinn vera meiri því þetta er nákvæmlega það sem viljum gera og leggja blóð, svita og tár og brund og skít í.

Ég átti nýlega spjall við franskan ferðamann hér í Reykjavík sem þekkti vel til Úlfs Úlfs og var mjög hrifinn af tónlistinni, þrátt fyrir að skilja ekki orð. Verðið þið varir við áhuga utan landssteinanna?

Arnar: Áhuginn að utan er furðumikill í ljósi þess að tónlistin er einmitt öll á íslensku. Ég hef samt alltaf litið á þetta sem tvær hliðar, þ.e. tónlistin og andrúmsloftið sem hún skapar annarsvegar og hins vegar textarnir. Þeir eru algjört aukaatriði í stóra samhenginu. Ég hlusta sjálfur mikið á asíska rapptónlist sem ég skil auðvitað ekki orð í. Í grunnin snýst þetta bara um gott vibe og það er mjög nett að útlendingar séu að tengja við það.

Hvað er næst á döfinni hjá ykkur?
Arnar: Spila eins mikið og við mögulega getum og leggja drög að næsta verkefni. Það hljómar rökrétt að slaka á en god damn, ég nenni því ekki. Mig langar bara að gera meira, þróa soundið, ögra forminu, vinna með fleiri listamönnum, verða betri og rappa þetta djö

Auglýsing

læk

Instagram