„Þokukennd framtíð popptónlistarinnar holdi klædd.“—Dominic Fike gefur út myndband við “3 Nights”

Auglýsing

Fréttir

Í gær (4. apríl) birti blaðakonan Carrie Battan grein á vefsíðu New Yorker undir yfirskriftinni Þokukennd framtíð popptónlistarinnar holdi klædd.

Nánar: https://www.newyorker.com/culture/cultural-comment/the-twenty-three-year-old-who-embodies-the-hazy-future-of-pop-music

Fyrirsögnin vísar í hinn 23 ára gamla Dominic Fike frá suður-Flórída sem er, að mati margra, á barmi heimsfrægðar:

„Þó svo að þú hafir ekki heyrt nafn hans getið þá munt þú ekki hætta að heyra um hann (eða tónlist hans) eftir sex mánuði eða ár—að minnsta kosti samkvæmt áhrifaaðilum innan tónlistarbransans.“

– Carrie Battan

Auglýsing

Líkt og fram kemur í greininni þykja þessi stóryrði áhrifamanna ótrúleg í ljósi þess að Fike hefur aðeins gefið út sex lög undir eigin formerkjum (sjá hér að neðan) að frátöldum tveimur öðrum lögum sem Fike samdi í samstarfi við annað tónlistarfólk. Sagan segir að umboðsfólk Fike hafi ákveðið að eyða út allri eldri tónlist hans af internetinu til þess að vekja enn meiri áhuga hjá aðdáendum.  

Þrátt fyrir þessa lagafæð ritaði Fike undir plötusamning hjá Columbia Records í fyrra að andvirði fjögurra milljóna Bandaríkjadala. Fike gaf út myndband við lagið 3 Nights í gær (sjá hér að neðan). 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram