Herra Hnetusmjör tekur lagið í beinni

Eins og áður kom fram á ske.is fór 5. þáttur útvarpsþáttarins Kronik í loftið laugardaginn 7. janúar. 

Gestur þáttarins var enginn annar en Árni Páll, betur þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, en hann ræddi við þá Róbert Aron og Benedikt Frey um Rapp í Reykjavík, árið 2017 og væntanleg myndbönd – ásamt því að flytja tvö lög í beinni.

Hér fyrir ofan má sjá myndband af flutningi Hnetusmjörs á laginu Skiptir ekki máli, sem finna má á plötunni BomberBois sem kom út árið 2015 (og er jafnframt 
aðgengileg á Spotify).

Auglýsing

læk

Instagram