Auglýsing

Hver var Mohamed Bouhlel, árásarmaðurinn í Nice?

Að minnsta kosti 84 létu lífið þegar trukkur keyrði inn í hóp manna sem samankominn var á Promenade de Anglais í miðborg Nice á suðurströnd Frakklands að kvöldi fimmtudags 14. júlí. til að fylgjast með flugeldasýningu vegna þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludagsins. Tugi manns eru slasaðir og meðal hinna látnu er ótiltekinn fjöldi barna. Forseti frakklands, Francoise Hollande, segir að um „hryðjuverk séu að ræða“ en þó hafa enginn hryðjuverkasamtök lýst yfir ábyrgð á ódæðisverkinu enn.Talsmaður innanríkisráðuneytisins í Frakklandi tilkynnti það í gær að ökumaðurinn hafi verið skotinn til bana af lögreglunni.

Samkvæmt fréttasíðunni Nice-Matin.com var árasarmaðurinn maður að nafni Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Hér er það sem við vitum um Bouhlel:

—Bouhlel var Túnismaður sem bjó í Nice.

—Bouhlel hefur áður komið við sögu lögreglu fyrir minniháttar glæpi á borð við ofbeldi og rán. Bouhlel leigði trukkinn sem notaður var í árásinni fyrr í vikunni.

—Bouhlel starfaði sem sendill í Nice.

—Bouhlel var ekki á skrá hjá leyniþjónustu Frakklands sem gefur til kynna, að svö stöddu, að hann hafi ekki verið talinn líklegur til hryðjuverka.

—Ýmis vopn fundust í trukknum sem bendir til þess að árásin hafi verið skipulögð (seinna kom í ljós að um gervivopn voru að ræða.)

—„Ég sá andlit mannsins. Hann var skeggjaður og leit út fyrir að vera skemmta sér ágætlega,“ er haft eftir einu vitni að ódæðisverkinu.

—Ýmsir blaðamenn hafa bent á hljóðupptöku frá 2014 þar sem Mohammed al-Adnani, meðlimur ISIS, hvatti fylgjendur samtakanna til þess að nota ímyndunaraflið: „Ef þið getið ekki sprengt sprengjur eða skotið byssu, notið ímyndunaraflið … keyrið yfir þau með bílum ykkar.“

Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem aflétta átti síðar í júlí, hefur verið framlengt um þrjá mánuði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing