https://www.xxzza1.com

Lag um „nauðgunarmenningu og ofbeldi væntanlegt.”​ – Countess Malaise

Viðtöl

SKE: Um daginn kom rekstrarstjóri þekkts rokkbars að máli við vin minn og
spurði með ögn af biturleika og hryggð í röddinni, líkt og að góðvinur hans, sem hann hafi ekki sinnt nægilega vel á hans hinstu dögum, hafi nýlega andast: „Þekkir þú einhverja góða Hip-Hop plötusnúða? Um helgar æðir ungdómurinn hingað inn, rallhálfur og ruglaður, og gleymir því kannski hvar hann er – er hann biður um lög sem eru staðnum ekki sæmandi; rokkið er dautt.” Ekkert samtal er jafn lýsandi fyrir stöðu íslensks rapps í dag eins og þetta, þegar meira að segja hörðustu rokkarar íhuga að svíkja lit. Fyrir okkur er þetta eins og að bandarískir repúblikanar myndu skyndilega snúast á sveif með ríkinu, kasta frá sér byssunum og tala fyrir aukinni skattlagningu í þinginu: Þetta er einskonar geðveiki. En hvað um það. Það besta við hið frjósama vor íslensks rapps er þetta: upp úr jarðveginum sprettur nýr gróður, fleiri skáld, fleiri listamenn. Nýjasta uppgötvun SKE er rapparinn Countess Malaise sem nú á dögunum sendi frá sér lagið Snooze (sjá hér fyrir neðan). SKE spurði Malaise nánar út í tónlistina, listnámið og margt, margt fleira. 

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Dýrfinna Benita

SKE:
Sæl og blessuð. Hvað er helst í fréttum?

Countess Malaise: Hello Hello Hello … Það er allt ljómandi að frétta af
mér. Ég hef mikið verið að vinna í minni sóló tónlist og hef
líka verið að vinna með öðrum listamönnum eins og til dæmis
Ray Fuego og GRGY úr hollensku rapphljómsveitinni Smib. Á næstu
dögum er ég er að fara að gefa út nýtt myndband við lagið
Skip a Case sem fjallar um nauðgunarmenningu og ofbeldi.
Myndbandið gerði ég í samstarfi við Valdemar Árna Guðmundsson
og Lord Pusswhip pródúseraði lagið sjálft. Það verður á
plötunni hans Church Ov Ambiguity
sem er væntanleg.

SKE:
Þú gafst út lagið Snooze nú á dögunum (sem er, btw, „ill-að“):
Hvað geturðu sagt okkur um lagið?

CM:
Ég er þreytt á því að deita: finnst það vera tímaeyðsla
sérstaklega hvað varðar öll þessi öpp. Það er svo mikið
vesen að finna einhvern á sama „level-i“ sem getur „chill-að“ og verið
næs og lagið endurspeglar það. Ég er að einbeita mér að því
sem ég er að gera og að því að skapa einhverja snilld, svo
kemur hitt seinna. Alfreð Drexler gerði taktinn og við tókum það
upp hjá Mr. Doris í Berlín sem mixaði og masteraði það.

SKE:
Hefur listnámið breytt nálgun þinni á rapptónlist – eða
finnst þér þú nálgast rappið öðruvísi en aðrir
tónlistarmenn sem hafa ekki stundað nám í list?

CM: Listnámið sýnir sig aðallega þegar það kemur að tónlistarmyndböndunum sem
ég hef unnið með vini mínum Valdemar. Ég er á vídjóbraut og skólinn leggur mikla
áherslu á konsept; við deilum vinnunni með kennurum okkar og fáum krítík á allt
„process-ið.“ Annars hefur listnámið ekki haft áhrif á rappið
sjálft, alla vega tek ég ekki eftir því.

SKE:
Hvaðan kemur nafnið, Countess Malaise?

CM:
Upprunalega var planið að nefna sjálfa mig eftir myndasögukarakter
frá sjöunda áratugnum sem heitir Modesty Blaise: „total badass.“
Róska (Ragnhildur Óskarsdóttir) sem er ein af mínum uppáhálds
listakonum var mjög hrifin af þessum karakter sjálf. Einn daginn í
stúdíóinu með Lord Pusswhip sagði ég „Modesty Blaise” og
hann rímaði á móti „Countess Malaise” og það bara passaði svo vel.
Malaise merkir vanlíðan á frönsku og á þeim tíma var ég að
ganga í gegnum mjög sárt og óþægilegt tímabil í lífi mínu.

SKE:
Ef þú yrðir að lýsa sjálfri þér sem húsi í vönduðum
fasteignabækling – hvernig myndi sú lýsing hljóða?

CM:
Sjitt ég veit það ekki. Ég væri örugglega blokkaríbúð í
Breiðholtinu eða þakíbúð í Berlín, ef ég þyrfti að lýsa
mér sem heimili.

SKE:
Hvaða lag hefur haft hvað mestu áhrif á þig og hvers vegna?

CM:
Of erfitt. Ég verð að nefna þrjú, sem er ennþá erfitt en ég
skal gera mitt besta:

X
Ray Spex
– Oh bondage up yours

Þegar
ég var unglingur og eyddi mestum mínum tíma á netinu og
uppgvötaði X Ray Spex og pönk yfir höfuð þá byrjaði ég fyrst
að læra um feminísma og gefa skít í normið.

2
Pac – Me Against the World

Þetta
lag og þessi plata var mjög mikið spiluð í æsku minni. Frændi
minn og stjúpfaðir voru oftar en ekki með hana í tækinu. Þegar
ég var krakki spáði ég oft í því hvernig það væri að vera
2pac vegna þess að hann var sagði svo sterkar og áhugaverðar
sögur í lögunum sínum.

Gravediggaz
Diary of a Madman

Því
það er „dark” og sterkt. Versið hans RZA í því er svo fokking
gott „storytelling” að mínu mati. Ég
held að platan sé eiginlega ein af þeim bestu og vanmetnustu
plötum ever (6 feet deep); „sound-ið” er bara of gott.

SKE: Á hvað ertu að hlusta á þessa dagana – og á hvað ertu ekki að hlusta?

CM: Þessa dagana er ég að hlusta mikið á:

Princess Nokia: Mér finnst hún vera að gera mikilvæga og flotta hluti fyrir Hip-Hop í dag og hún gerir sitt svo ógeðslega vel; svo er hún líka góður „performer” sem er mjög mikilvægt fyrir mér.

Sevdaliza: Ég er að fara að sjá hana spila eftir nokkra daga og er ótrúlega spennt. Hún gerir svo epíska og fallega tónlist og svo er ég mjög hrifin af myndböndunum sem hún hefur verið að gera.

Gucci Mane: Hann er með steikta sögu og hann er algjör karakter. Ég er ennþá alveg „obsessed” með Woptober plötuna.

Travis Scott: Ég fíla „sound-ið” hans í botn og ég verð að segja að hann er alltaf með „bomb ass” plötu „cover.”

Arca: Ótrúlega falleg og uncanny tónlist. Hann er virkilega góður listamaður og hans samstarf með Jesse Kanda er alveg klikkað. Það meikar bara allt sense þarna.

Cardi B: HECTIC. Cardi B er æði.

RAY BLK: Fann hana á recommended á Youtube og hún er ill. “Patience” tónlistarvídjóið hennar finnst mér svo ótrúlega fallegt.

Lagoony Chonga: Þessi gella er TRAP: frá Miami, rappari, strippari og sjúklega tileygð – grjóthörð.

Lord Pusswhip: Church Ov Ambiguity: meistaraverk sem er alveg að verða tilbúið.

CM: Það sem ég er ekki að hlusta á? Pffffff nenni ekkert að tala um það.

SKE: Uppáhalds bók?

CM: Allt eftir Marjane Satrapi og Junji Ito.

SKE: Uppáhalds tilvitnun eða rapplína?

CM: Hehe. “Think I shitted on you but I barely farted,” frá Hooch með Travis Scott.

En svona í alvöru þá verður það að vera ”You are the book that I have opened and now I got to know much more,” úr Unfinished Sympathy með Massive Attack.

SKE: Hvað er næst á dagskrá? Plata? Tónleikar? Útgáfa?

DB: Bara að skapa, bæði sóló og collab. Secret Solstice, Stage Dive Fest. Varðandi plötu… kemur í ljós.

SKE: Eitthvað að lokum?

DB: Fylgist með á Instagram @countessmalaise.

(SKE þakkar Malaise kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að fylgjast betur með henni í framtíðinni. Hér er svo eitt besta rapplag allra tíma: Me Against the World.)

Auglýsing

læk

Instagram