Ráðgátan
…
Vinur
minn sagði
við mig
um daginn, í
hálfgerðu
gríni,
og með vísan
til, að því
virðist,
tíðindalítils
lífs
síns:
„Lífið
er
tilbreytingarlaust, misheppnað
verk,
sviðsett
fyrir lítinn
sem aungvan pening, sem skartar hæfileikasnauðum
leikendum og leikstjóra
sem hefur ekkert vit á
uppbyggingu
frásagnar
eða
söguþráðar.“
Ég
velti fyrir mér
þessum
orðum
vinar míns
og svaraði,
kæruleysislega,
en þó af
ákveðinni
en mildri kappsemi:
„En
þarf
þetta
að
vera
svo?
Beiðst
þú í
örbirgð
tilveruleysis
allan þennan
óralanga
tíma
, til þess
eins að
gramsa
í iðrum
frystikistunnar, sérhvert
kvöld,
í leit
að
frosinni
pítsu?
Flugust
forfeður
þínir
á við
vígtenntar
skepnur náttúrunnar,
svo að þú
– baráttunnar
undursamlega afkvæmi
– gætir
hokrað
sandpokalegur
fyrir framan tölvuskjáinn,
japlandi á
dægurflugum
er þú
dregur
fram líf
þitt,
vannærður,
á
hugsunarlausum
og jafnframt smávægilegum,
andlegum leifum?
Gaf,
einhver hulinn, óústkýranlegur
Höfundur,
af sér
þessa
dýnamísku
Jörð
– þessa
sjónrænu
veislu –
til
þess
eins að þú
gætir
hallað
höfðinu
niður,
kæruleysislega,
í átt
að hyldýpi
snjallsímans?
Unnu
óteljandi
hugsjónasamir
listamenn,
í vanþakklátu
nafnleysi, við
að skapa
göfug
og stórfengleg
verk, til þess
eins að þú
gætir
sofnað
yfir
endursýningum
á Friends?
Mátti
aumingja móðir
þín
þola
níu
mánuði
af þjáningu
og óþægindum,
svo að þú
gætir
gert lítið
úr
hríðum
hennar með
lífi
sem einkennist af andvana fylgispekt?“
Það
var
ekki fyrr en seinna, er ég
starði
upp í átt
að næturhvolfinu,
frá hlýrri
hringiðu
heita pottsins, er ég
skyldi, að sönnu,
merkingu skammaræðu
minnar:
Við
erum
afsprengi djúpstæðrar
ráðgátu,
sem dýpkað
hefur
í gegnum
víðáttumikið
haf
tímans,
og varðveist
af grimmdarlegri þrjósku
lífsins,
áður
en okkur var, að
lokum,
ýtt
öskrandi
í gegnum
dyr tilverunnar …
…
líf
okkar á
ekki
að fölna
í
samanburði
við þá
ráðgátu,
heldur á
það
að
samsvara
henni.
Orð: RTH