MIMRA gefur út nýtt myndband: „Sinking Island“

Auglýsing

Í dag (17. júlí) gaf tónlistarkonan MIMRA út myndband við lagið Sinking Island (sjá hér að ofan) en um ræðir titillag samnefndrar plötu sem kom út seint á síðasta ári. Gerð myndbandsins var í höndum Andvara þar sem Guðný Rós Þórhallsdóttir sá um leikstjórn og þau Birta Rán Björgvinsdóttir og Arnór Einarsson um upptökur. 

Athygli vekur að hin 10 ára gamla Embla Steinvör Stefánsdóttir leikur stóra rullu í myndbandinu og fer hún listavel með hlutverk stúlkunnar sem „líður þar um mosavaxna skóga og tún.“ (MIMRA)

Í samtali við SKE í dag lét MIMRA eftirfarandi ummæli falla um myndbandið:

„Myndbandið er ekki unnið á hefðbundinn hátt heldur með ‘stop motion’ tækni, þ.e.a.s. eingöngu úr ljósmyndum—nánar til tekið 10 ramma á sekúndú. Það eru því 3.000 ljósmyndir í myndbandinu, sem telur rúmar 5 mínútur. Stílisti var Kristjbjörg Lára Gunnarsdóttir en hún sá einnig um förðun. Sérstakar þakkir fá Ögmundur Þorgrímsson, Bergur Árnason og Nína Petersen sem aðstoðuðu við tökur ásamt Þuru Hauksdóttur hjá Spúútnik.“  

– MIMRA

Auglýsing

MIMRA er listamannsheiti Maríu Magnúsdóttur en hún lýsir tónlist sinni sem alternative folk popp. Hér fyrir neðan geta áhugasamir hlýtt á plötuna Sinking Island í heild sinni en platan er fáanleg á geisladisk og vinyl sem og í gegnum allar helstu streymiveitur.

Viðtal SKE við MIMRU frá því í fyrra: https://ske.is/grein/aetli-ad-e…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram