Nýja Eminem platan („Kamikaze“) er 15% níðyrði

Síðasta föstudag (31. ágúst) kom bandaríski rapparinn Eminem aðdáendum sínum á óvart með útgáfu plötunnar Kamikaze. Enginn fyrirvari var á útgáfu plötunnar sem inniheldur 13 lög og skartar gestum á borð við Joyner Lucas, Royce Da 5’9“ og Jessie Reyez.

Platan hefur vakið mikið fjaðrafok frá því að hún kom út en Eminem fer mikinn í textum sínum á plötunni og lætur fjölmörg smánarorð falla í garð vinsælla rappara í dag. Þá skýtur hann meðal annars á Drake; Tyler, the Creator; og Lil Yachty. 

Í ljósi þess hversu meinyrtur rapparinn er á plötunni tók Reddit-notandinn theonlydjorkaeff1 sér til og sundurliðaði nákvæmlega hversu stórt hlutfall plötunnar er tileinkað níðyrðum (eða diss-um á ensku). 

Eins og sjá má hér að neðan er Kamikaze 15% níðyrði. 

Platan hefur fengið misgóðar viðtökur frá gagnrýnendum. Blaðamaðurinn Reed Jackson, hjá Pitchfork, til dæmis, er ekki ánægður með lagið Fall sem er að finna á plötunni Kamikaze, sem og plötuna í heild sinni„Lagið er ein klígja, og sementsbindur enn frekar stöðu Eminem sem rappara; hann er ryðgaður minjagripur úr fortíð rapps.“

Nánar: https://pitchfork.com/reviews/…

Hér fyrir neðan geta svo áhugasamir hlýtt á viðtal LL Cool J við Eminem í útvaprsþættinum #InfluenceOfHipHop.

Auglýsing

læk

Instagram