Ólíft í Ólympíuþorpinu í Rio

Sydney Morning Herald segir frá því í dag að fulltrúar áströlsku Ólympíunefndarinnar hafi neitað að flytja inn í Ólympíuþorpið í Rio de Janeiro þar sem aðstæður voru óviðunandi.

Ástralska nefndin hugðust rita sig inn í þorpið í gærkvöldi en neituðu sökum þess að vatn flæddi niður meðfram veggjunum þegar þeir reyndu að sturta niður klósettunum. Einnig sögðust liðsmenn nefndarinnar hafa fundið sterka gaslykt og að ekki hafi verið gengið frá vírum og rafmagni á viðunandi hátt (aðkoman fyrir íþróttamenn frá Bretlandi og Nýja Sjálandi á víst að hafa verið álíka slæm um helgina skv. Sidney Herald.)

Áströlsku íþróttamennirnir munu dvelja í hótelherbergjum þangað til að aðstæður í Ólympíuþorpinu eru bættar.

Borgarstjóri Rio de Janeiro grínaðist með málið á Twitter og sagðist nú íhuga hvort að hann ætti ekki að panta kengúrur í þorpið svo að Ástralarnir væru eins og heima hjá sér.

Margir óttast að innviðir Brasilía þoli ekki álagið sem fylgir Ólympíuleikunum en það eru aðeins tvær vikur í opnunarhátíðina (leikarnir fara fram dagana 5. til 21. ágúst).

Í öðrum fréttum tengdum leikunum segir Sydney Herald frá því í morgun að nýsjálenskur MMA kappi hafi verið rændur af „lögreglumönnum“ (mennirnir voru klæddir í einkennisbúning lögreglunnar) í Rio og neyddur til þess að taka út pening í hraðbanka.

https://www.nzherald.co.nz/sport/news/article.cfm?c…

Auglýsing

læk

Instagram