Auglýsing

Ótrúleg saga spjótkastarans Julius Yego

Julius Yego fæddist 4. janúar 1989 í Nandi héraði í Keníu.

Foreldrar hans voru (og eru) bændur og í þorpinu þar sem hann ólst upp er ekkert rafmagn. Engir bílar. Engir vegir.

Að sögn Yego „skokkuðu börnin átta kílómetra í skólann berfætt.“

Þegar Julius Yego var ungur strákur kviknaði áhugi hans á spjótkasti og þar sem engin spjót voru við hendi skar hann greinar af trjám, tálgaði og kastaði. „Mér fannst þetta svo gaman.“

Fyrsta skiptið sem Yego kastaði málmspjóti kastaði hann 47 metra og ári seinna kastaði hann 56 metra. Í ljósi bætingarinnar ákvað hann að einbeita sér að greininni fyrir alvöru.

„Í Afríku trúum við því að besta leiðin til þess að eignast betra líf sé að ganga menntaveginn. Föður mínum var því ekki skemmt þegar ég ákvað að elta drauminn þar sem hann vildi að ég einbeitti mér að skólabókunum. Ég sagði honum ekki frá því þegar ég fór að keppa.“

Þar sem Kenía á þessum árum bauð hvorki upp á aðstöðu né þjálfara neyddist Julius Yego til þess að æfa einn.

„Þetta var erfiðasti tími lífs míns. Mér fannst eins og ég átti enga von.“

Stuttu seinna uppgötvaði Yego Youtube. Þar gat hann gæti lært af kösturum á borð við Jan Zelezny og Andreas Thorskildsen, bæði hvað varðaði æfingar og tækni.

Árið 2006 vann Julius Yego til gullverðlauna í unglingaflokki á meistaramóti Keníu en lengsta kastið hans var jafnframt landsmet. Hann kastaði 67 metra. Tveimur árum síðar sigraði hann í fullorðinsflokki og varði titilinn tvö ár í röð eftir það.

Árið 2011 keppti hann á Afríkumótinu og vann gull. Sigurinn varð til þess að Alþjóða FrjálsÍþróttasambandið veitti honum styrk til þess að ferðast til Evrópu þar sem hann æfði undir leiðsögn kastþjálfara með það fyrir stafni að keppa á Ólympíuleikunum í London 2012.

Eftir markvissa þjálfun í Finnlandi, meðal annars, náði Yego Ólympíulágmarki og keppti á leikunum í London. Hann varð þar með fyrsti keníski spjótkastarinn til þess að keppa á Ólympíuleikum (en Keníubúar eru fyrst og fremst þekktir fyrir langhlaup).

Árið 2013 átti Yego lengsta kast í sögu íþróttarinnar síðan 2006 þegar hann kastaði 91.39 metra á breska Grand Prix mótinu í Birmingham.

Á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro vann Yego silfurverðlaun þó svo að hann hafi bara kastað einu sinni, en hann meiddist á ökkla í fyrsta kastinu.

Hér fyrir ofan er saga Yego reifuð í sérstöku myndbandi sem Youtube framleiddi til heiðurs Herra Youtube, eins og hann er kallaður í heimalandi sínu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing