Ramses snýr aftur!

Allir sem hafa fylgst með íslensku hiphopi frá því í árdaga stefnunnar ættu að kannast við rapparann Ramses, sem var ansi öflugur á fyrsta áratug þessarar aldar. Guðjón Örn Ingólfsson, eins og mamma hans kallar hann, snéri óvænt aftur um helgina og sendi frá sér spánnýtt lag eftir átta ára fjarveru – en lagið nefnist Legend í leiknum.

Ramses hefur að mestu fengist við einkaþjálfun síðustu ár en rappið hefur greinilega alltaf lifað í draumum hans.

Ske hvetur lesendur til að hella ostapoppi og Nóa kroppi saman í skál, setja lappirnar upp á borð og skella sér á Spotify og hlusta á endurkomu Ramses.

Auglýsing

læk

Instagram