Secret Solstice Upphitun #3 – Pharoahe Monch og rapptónlist sem dyr

Auglýsing

Í mínum augum er rapptónlist eins og þessi viðkunnanlegi, víðförli vinur manns sem alla þekkir og hefur á alla staði komið – eða, í raun og veru, má frekar segja að rapptónlist sé eins og dyr – dyr sem leiða mann stöðugt inn í nýjar víddir.

Þannig varð það árið 2003, með útgáfu lagsins Get By eftir Talib Kweli, að
rapptónlist opnaði fyrir mig dyrnar að tónlist Ninu Simone en pródúser lagsins,
Kanye West, samplaði lagið Sinnerman eftir Ninu Simone við gerð lagsins. Varð
þetta jafnframt til þess að ég uppgötvaði eitt af mínum eftirlætis lögum: I Wish I
Knew How It Would Feel to be Free eftir fyrrnefnda söngkonu. 

Auglýsing

Sex árum áður, eða árið 1997, kynnti rapptónlist mig fyrir tónlist Claude de Bussy í gegnum lagið Syrinx með rapparanum Redman en lagið er að finna á safnplötunni The Rapsody Overture: Hip Hop Meets Classic þar sem rapparar á borð við Xzibit, LL Cool J og Redman rappa yfir bít sem innihalda sömpl eftir
þekkt tónskáld eins og Puccini, Delibes og Debussy. Varð þetta jafnframt til þess
að ég uppgötvaði eitt fallegasta lag tónsögunnar (að mínu mati): Clair de Lune
eftir Debussy. 

Það má einnig segja að árið 1999 hafi lagið Simon Says eftir Pharoahe Monch
kynnt mig fyrir japanska tónskáldinu Ryuichi Sakamoto en Simon Says
inniheldur nokkra tóna eftir samlanda hans Akira Ifukube (Gojira Tai Mosura). Lagið Simon Says er að finna á fyrstu hljóðversplötu Pharoahe, Internal
Affairs, 
og naut lagið strax mikilla vinsælda (það hljómaði til dæmis í kvikmyndunum
Charlie’s Angels og Boiler Room) en þó alls ekki án vandkvæða; Pharoahe
Monch var kærður fyrir að nota tónlist Akira Ifukube í leyfisleysi og varð lögsóknin
til þess að dreifingu plötunnar Internal Affairs var stöðvuð um tíma:

„Ég tapaði tonn af pening! Ég hefði sennilega geta keypt mér bát og klesst hann.“

– Pharoahe Monch

En Pharaohe Monch á fleiri lög en bara Simon Says. Í tilefni þess að þessi hæfileikaríki rappari stígur á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í júní tók SKE saman nokkur uppáhalds lög eftir rapparann. Gjörið svo vel:

1. Broken Again

2. The Light

3. Body Baby

4. F*** You

5. Love (Jay Dilla)

Pharoahe Monch fæddist 31. október í Queens, New York. Gaf hann út þrjár
plötur með tvíeykinu Organized Confusion snemma á ferlinum: Organized
Confusion (1991), Stress: The Extinction Agenda (1994) 
og The Equinox (1997).
Síðan þá hefur hann gefið út fjórar plötur sjálfur: Internal Affairs (1999), Desire
(2007), W.A.R. We Are Renegades (2011) 
og PTSD: Post Traumatic Stress
Disorder (2014).

Pharoahe Monch stígur á svið föstudaginn 16. júní í Gimli klukkan 22:30. 

Orð: RTH

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram