Stunginn með hníf í Pokémon Go – en hélt samt áfram að spila …

Síðastliðinn mánudag rölti Bandaríkjamaðurinn Michael Baker um götur Forest Grove hverfisins í Oregon í leit að Pokémon skrímslum – þegar ókunnugur maður stakk hann.

„Ég lagði líf mitt í hættu,“ sagði Baker sem segist hafa beðið lengi eftir útgáfu leiksins og hafði einsetið sér það að verða bestur.

„Ég kom auga á manninn er hann gekk framhjá og spurði hvort að hann væri einnig að spila Pokémon Go. ,Ha?’ sagði hann. Honum langaði greinilega að ,battle-a’ því hann réðst á mig með hníf,“ sagði Baker spakur.

Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki farið rakleiðis á bráðavaktina sagðist Baker hafa beðist undan því vegna þess að honum langaði að halda leit sinni áfram:

„Stuttu eftir að ég var stunginn hélt ég leiðangrinum áfram og fór á Plaid Pantry til þess að panta mér kartöfluflögur og bjór,“ sagði hann.

Hann leitaði þó að lokum til læknis og fékk átta spor.

„Ég verð bara að ná þeim öllum,“ bætti hann við í lokin.

Auglýsing

læk

Instagram