Aðdáendur Bruno Mars ekki par sáttir við nýjasta lagið (tónlistarmyndband)

Auglýsing

Tónlist

Söngvarinn Bruno Mars sendi frá sér myndband við titillag plötunnar 24K Magic í gær, en platan kemur út 18. nóvember hjá útgáfufyrirtækinu Atlantic Records (lagið sjálft er að finna á iTunes).

Ef marka má athugasemdir fólks á Youtube virðast aðdáendur söngvarans vera ósáttir við nýja lagið og myndbandið. Í athugasemdakerfi Youtube segjast margri sakna gamla Bruno Mars og lýsa óánægju sinni yfir Autotune-inu og fáklæddu kvenmönnunum. Einnig eru sumir á því að lagið svipi sterklega til K-Pop stefnunnar.

Auglýsing

Sitt sýnist hverjum.

24K Magic er þriðja plata söngvarans en platan Unorthodox Jukebox kom út árið 2012 og skartaði lög á borð við Locked Out Of Heaven og Treasure.

Söngvarinn kemur fram í þættinum vinsæla Saturday Night Live næstkomandi 15. október.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram