Allt það sem gerðist í íslensku rappi í janúar

Fyrir stuttu tók blaðamaður SKE viðtal við rapparann Black Pox vegna útgáfu lagsins Feluleikur. Í inngangi greinarinn stendur: „Janúar er yfirleitt tími aðgerðarleysis og doða. Íslendingurinn liggur í dvala, umlukinn myrkri og kulda – og blótar vitgrönnum forfeðrum sínum fyrir að hafa ekki stýrt skipstöfnum sínum í átt að suðlægari ströndum. Er febrúar loks heilsar lítur Íslendingurinn til baka yfir þokukenndan veg og hefur engu afkastað. Í ár, hins vegar, virðist sem svo að íslenski Hip-Hop ,hausinn’ hafi verið undanþeginn þessari sálarlegu ládeyðu. Eiga þessi orð einstaklega vel við þegar litið er yfir ALLAN janúar mánuð í samhengi íslensks Hip-Hops  en það var nóg um að vera. SKE reifaði allt það helsta úr íslensku Hip-Hop-i í janúar 2017:

1. janúar – Tvíeykið CYBER sendir frá sér EP plötuna BOYS. Í viðtali við SKE í byrjun janúar lýsti CYBER tilurð plötunar á eftirfarandi veg:

„Okkur langaði bara að halda áramótapartý til að þakka fólki fyrir árið en svo hringdi Jóhanna í mig um leið og við vorum búnar að gera ,event-ið’ og var bara: ,YO GAUR, það hefði verið svo fkn epískt ef við værum búnar að taka upp EP og værum að ,surprise drop-a’ henni um áramótin,’ og ég bara: ,Shjitt, já gaur.’ Svo var smá þögn og svo sagði hún bara: ,Sjömla, gerum það bara!’ En já við sváfum ekkert. Enda tók það okkur ekki langan tíma að verða hellaðar á áramótunum.”

– CYBER

5. janúar – Þrír rapparar úr Southern Demon Herd genginu (kidDEAD, Since When? og Futurecrime) senda frá sér myndband við lagið Slangin’ on the Streets of Reykjavík en eins og nafnið gefur til kynna var myndbandið skotið í Reykjavík. 
SDH gengið hefur starfað með Shades of Reykjavík. 

5. janúar – GKR gefur út myndband við lagið Elskan af því bara. Lagið er ábreiða af Vagina Boys lagi og er að finna á plötunni GKR

7. janúar – Rapparinn Herra Hnetusmjör kemur fram í útvarpsþættinum Kronik og flytur lagið Skiptir ekki máli í beinni ásamt því að „freestyle-a” yfir bítið Otis Redding eftir Kanye West og Jay-Z. 

11. janúar – Shades of Reykjavík gefa út myndband við lagið Aðein$ of feitt. 

13. janúar – Landaboi$ gefa út myndband við lagið Matrix og ddykwl og HRNNR senda frá sér myndband við lagið Lada

14. janúar – Alvia Islandia kemur fram í útvarpsþættinum Kronik og flytur lagið Ralph Lauren Polo í beinni, ásamt því að svara nokkrum vel völdum spurningum. 

14. janúar – Nodle gefur út lagið fVDE á Soundcloud.

17. janúar – Black Pox gefur út myndband við lagið Feluleikur. 

„Ég og kærastan vorum á Spáni nýlega og við nýttum tækifærið til þess að taka upp tónlistarmyndbandið. Það var geggjað ,vibe’ þarna og ég elska pálmatré þannig þetta kom mjög ,effortlessly.’“

– Black Pox í samtali við SKE

20. janúar – Icy G sendir frá sér myndband við lagið Hugo

21. janúar – Shades of Reykjavík koma fram í útvarpsþættinum Kronik. Elli Grill flytur goðsagnakennt „freestyle“ yfir endurhljóðblandaða útgáfu af Otis Redding.

22. janúar – Geimfarar gefa út lagið Flóðið feiga á Soundcloud.

23. janúar – SKE frumsýnir nýjasta myndband Alviu Islandia og Safira (Felis Lunar) við lagið FELIS LUNAR. 

„Myndbandið var tekið upp á 24 tímum og fjallar um ákveðna atburðarás sem á sér stað frá eftirmiðdegi, þegar ég kem að húsinu í myndbandinu, og fram að morgni. Öll atriðin eru tekin upp í einu og sama húsinu.“

– Alvia Islandia í viðtali hjá SKE

26. janúar – Reykjavíkurdætur frumflytja lagið Kalla mig hvað? í Popplandi. 

„Við frumfluttum lagið í beinni hjá hollenska ríkissjónvarpinu þegar við spiluðum á Eurosonic tónlistarhátíðinni. Við tókum upp myndband fyrir viku og ætlum að halda heljarinnar frumsýningarpartý á valentínusardaginn sem öllum elskendum er boðið í þannig bara um að gera að fólk byrji að leita sér að deiti … einnig er Kylfan með frábært ,comeback’ í laginu – nýskriðin úr fæðingarorlofi.“

– Steinunn Jónsdóttir (RVKDTR) í viðtali hjá SKE

27. janúar – Balcony Boys gefa út lagið Hún flexar. 

28. janúar – Árslisti Kronik er kynntur á X-inu 977. Þórunn Antonía kíkir við í hljóðverið og les upp allt það helsta:

30. janúar – Vald Wegan sendir frá sér myndband við lagið Biðin.

„Biðin er fyrsta lagið af EP plötunni Útivera. Platan mun koma út á kassettu og á stafrænu formi með hlýnandi veðri. Fonetik Simbol sér um takta og hljóðvinnslu. Einnig kemur Class B við sögu.

– Vald Wegan í viðtali hjá SKE

Auglýsing

læk

Instagram