Coolio, Vanilla Ice og Salt-N-Pepa saman á skemmtiferðaskipi

Fréttir

Dagana 11. til 15. janúar 2018 ætla hljómsveitirnar Naughty By Nature og Salt-N-Pepa í siglingu. 

Hér er ekki um að ræða hefðbundna siglingu öllu heldur sérstaka Hip-Hop siglingu þar sem mörg þekktustu nöfn Hip-Hop menningarinnar á tíunda áratugnum koma saman undir yfirskriftinni Ship-Hop (sjá kynningarmyndband hér fyrir ofan). 

Skipið siglir frá Miami til Key West og þaðan til eyjunnar Cozumel í Mexíkó.

Nánar: ShipHop.com.

Ásamt Naughty By Nature og Salt-N-Pepa munu Coolio, Vanilla Ice, Blackstreet, All 4 One, Biz Markie, Color Me Badd, Kid ‘n Play, Sisqo, Tone Loc, Rob Base, Young MC, C+C Music Factory og DJ Kool einnig koma fram (flestir þeirra munu meira að segja stíga á svið tvívegis á meðan á siglingunni stendur).

Gestir skemmtiferðaskipsins fá einnig tækifæri til þess að blanda geði við fyrrnefnda listamenn í hinum ýmsu viðburðum sem aðstandendur ferðarinnar ætla að skipuleggja (t.d. vínsmökkun). 

Bátsferðin er hluti af I Love the ’90s tónleikaferðalaginu þar sem fyrrnefndir listamenn (flestir þeirra, að minnsta kosti) koma fram saman víðs vegar um Bandaríkin, Kanada og Bretland í haust og í byrjun næsta árs.

Áhugasamir geta tryggt sér miða í siglinguna á ShipHop.com. Ódýrustu miðarnir kosta í kringum 160.000 kr. en þeir dýrustu í kringum 500.000 kr.

Hér á klisjan gjöf en ekki gjald sérstaklega vel við. 

Nánar: ILovethe90stour.com

Auglýsing

læk

Instagram