„Johnny Cash gaf mér kjarkinn til að vera sú sem ég er.“ – Ása

Auglýsing

Tónlist

Þann 7. október sendi söngkonan Ása frá sér sitt fyrsta lag og myndband. Lagið ber titilinn Paradise of Love og fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um ástina. Um þessar mundir vinnur Ása að sinni fyrstu plötu og segist vera undir áhrifum frá listamönnum á borð við Norah Jones og Johnny Cash. SKE setti sig í samband við söngkonuna og spurði hana nánar út í lagið, myndbandið, tónlistina og fleira.

SKE: Sæl, Ása. Hvað er að frétta?

Auglýsing

Ása: Það er ýmislegt að frétta og allt að gerast!

SKE: Hvernig kom lagið Paradise of Love til?

Ása: Ég samdi þetta lag fyrir þó nokkrum árum. Mér þykir mjög vænt um það því það var annað lagið sem ég samdi.

SKE: Geturðu sagt okkur aðeins frá tökunum á myndbandinu?

Ása: Vá, þetta var klárlega ein skemmtilegasta helgi sem ég upplifað. Allir sem komu að myndbandinu eiga stóran stað í hjarta mínu. Þarna voru mínar bestu vinkonur og bestu vinir. Stemningin sem skapaðist var raunveruleg. Kærleikurinn og gleðin voru allsráðandi. Það slepptu sér allir, það voru dass af töfrum í loftinu. Myndbandið var tekið upp á Spirit Farm (Býli andans) sem er uppáhalds staðurinn minn fyrir utan Reykjavík. Uppsprettan að hugmynd myndbandsins kom frá þeim skemmtilegu helgum sem ég hef átt þar.

SKE: Þú nefnir Johnny Cash sem einn af þínum áhrifavöldum. Hvað hefur herra Cash kennt þér um tónlist?

Ása: Johnny Cash gaf mer kjarkinn til að vera sú sem ég er. Hann er uppsprettan af mér sem tónlistarmanni. Johnny Cash var einstakur, hann var ekki með þessa týpísku söngrödd. Hann fór sína leið, óhræddur. Eftir að hafa hlustað á allt hans efni fram og til baka þá áttaði ég mig á því þarna einhverstaðar á leiðinni að röddin er hljóðfæri. Ég er engin Adele eða Guðrún Gunnars en ég er með mitt hljóðfæri og með árunum hef ég lært að bera virðingu fyrir því. Ég elska Johnny Cash, hann leiddi mig að ástríðu minni á texta- og lagasmíð og gerði mig að þeirri söngkonu sem ég er í dag.

SKE: Söngröddin þín er mjög sérstök; er þessi hljómur í röddinni eitthvað sem þú hefur þróað í gegnum árin eða kom þetta náttúrulega?

Ása: Takk fyrir það! Röddin bara var þarna þegar ég fór að spila. Ég hef ekki lært söng. Ég er að vinna í því að kynnast henni betur og sjá hvert hún getur farið.

SKE: Eru einhverjir tónleikar á dagskrá? Plata?

Ása: Ég er að vinna að minni fyrstu sóló plötu þessa dagana. Hún er væntanleg snemma á næsta ári eða seint á þessu ári. Ég er ekki búin að skipuleggja neina tónleika. Mig langar til að gefa mig alla í plötuna og keyra svo í spilerí og tónleika eftir það og gefa mig þá alla í það. Ég er svona týpa sem finnst best að gera eitt í einu svo ég geti gefið hug minn allan.

SKE: Uppáhalds lag í dag?

Ása: Love & Hate með Michael Kiwanuka.

SKE: Ef þú yrðir að lýsa ævisögu þinni með stuttri setningu, hvernig myndi sú lýsing hljóða?

Ása: Hlý þrautarganga sem hefur gert mig stærri, sterkari, betri og blíðari.

SKE: Hlustar þú á rapptónlist? Og ef svo er, geturðu nefnt fimm uppáhalds rapplögin þín?

Ása: Já, alveg inn a milli og með, en maðurinn minn hlustar bara á rapptónlist. Þannig, jú, ég hlusta frekar mikið á rapptónlist. Ég er mjög hrifin af íslenskri rapptónlist! Ég á stelpu sem er 10 ára og við hlustum mjög mikið á Herra Hnetusmjör og Úlf Úlf.

Hér eru uppáhalds rapplögin okkar Elínar Björt, dóttur minnar:

Úlfur Úlfur – Brennum allt og A-A-A orðbragðslagið
Emmsjé Gauti – Silfurskotta ft Aron Can og Djammæli
Aron Can – Enginn Mórall / Grunaður
RZA ft Naidoo – I’ve Never Seen

SKE: Eithvað að lokum?

Ása: Bara kærar þakkir fyrir mig og allt það.

SKE þakkar Ásu kærlega fyrir spjallið (Nánar: www.asaelinar.com)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram