Rapparar velkomnir á Dillon í kvöld: „Hip-Hop Jam Session“

Í kvöld (24. ágúst) býður skemmtistaðurinn Dillon upp á svokallað „Hip-Hop Jam Session“ („open mic night“) þar sem hljómsveit Jakobs Gunarssonar flytur lifandi tónlist og býður röppurum upp á svið til þess að taka lagið.

Kvöldið hefst klukkan 21:00 og lýkur á miðnætti og er aðgangur ókeypis.

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Hvar: Dillon (Laugavegi 30, 101 RVK)
Hvenær: Í kvöld (24. ágúst), 21:00 – 00:00
Aðgangur: Ókeypis

Hér er svo lagið History Repeats Itself eftir VASA en undirspilið er í höndum Jakobs Gunnarssonar, Snorra Örns og Bergs Einarssonar sem munu einnig sjá um undirspilið á Dillon í kvöld.

Auglýsing

læk

Instagram