SZA uppgötvaði Björk á týndum iPod

Nýverið birti vefsíðan Gulf Times viðtal við söngkonuna SZA sem hefur getið sér gott orð undanfarin misseri með lögum á borð við Babylon, Teen Spirit og Love Galore. 

Í viðtalinu segir blaðamaðurinn Geoffrey Rowlands að rödd SZA sé oft og tíðum líkt við rödd Bjarkar Guðmundsdóttur. Aðspurð nánar út í íslensku söngkonuna segir SZA að hún sé ein af fyrirmyndum hennar:

„Ég uppgötvaði tónlist Bjarkar alveg óvart. Þegar ég var lítil skráði móðir mín mig í fimleika. Einn daginn fann ég iPod sem ein stelpnanna hafði gleymt í fimleikasalnum en spilarinn geymdi lög eftir Björk – sem og lög eftir Jay-Z, Outkast og Nas; þessi tónlist breytti lífi mínu.“ 

– SZA

Nánar: https://www.gulf-times.com/stor…

Ekki er þetta í fyrsta skiptið sem SZA ræðir áhrif Bjarkar á tónlist sína en árið 2013 ræddi hún við blaðamanninn Reggie Ugwu hjá Billboard. Í viðtalinu spurði Ugwu hvaða tónlist hún væri að hlusta á um þessar mundir og svaraði söngkonan á eftirfarandi veg:

„Ég er að hlusta á Jamiroquai og lagið Joga eftir Björk … nú þegar ég er farin að semja mína eigin tónlist þá nýt ég tónlist annarra til hins ýtrasta. Ég hlusta mikið á Animal Collective, the Knife, Beirut. Ég elska plötuna Channel Orange eftir Frank Ocean en ég renndi henni nýverið í gegn og hún er rosaleg. Purity Ring, Björk, vegna þess að ég mun alltaf elska Björk …“ 

– SZA

Nánar: https://www.billboard.com/artic…

Söngkonan SZA heitir réttu nafni Solána Imani Rowe og fæddist hún þann 8. nóvember 1990 í St. Louis, Missouri en ólst upp í New Jersey. 

Árið 2012 gaf SZA út mixteipið See.SZA.Run og tæpu ári seinna skrifaði hún undir plötusamning hjá Top Dog Entertainment sem er jafnframt sama plötufyrirtæki og gefur út tónlist eftir Kendrick Lamaar, Schoolboy Q, Ab-Soul og fleiri.

Síðastliðinn 9. júní gaf SZA út sína fyrstu hljóðversplötu, Ctrl, sem hefur fengið góðar viðtökur meðal gagnrýnenda. 

Hér eru nokkur lög sem eru í sérstöku uppáhaldi: 

Auglýsing

læk

Instagram