Tugi mótmælenda handteknir í Lundúnum um helgina: „Þetta er búið spil.“

Fréttir

Samtals 82 mótmælendur voru handteknir í Lundúnum um helgina. 

Að sögn lögreglu lögðu mótmælendur fimm stórar brýr undir sig með það fyrir stafni að hvetja stjórnvöld til þess að láta meira til sín taka á sviði loftslagsbreytinga. 

Mótmælin fylgdu í kjölfar vikulangra aðgerða af hálfu mótmælendahópsins Extinction Rebellion.

Nánar: https://www.bbc.com/news/uk-en…

Samkvæmt lögreglunni í Lundúnum voru flestir mótmælendur handteknir fyrir brot á þarlendum vegalögum (Highway Act) en búið er að sleppa öllum þeim sem voru handteknir.

Mótmælin hófust með því að stór hópur fólks safnaðist saman við Southwark, Blackfriars, Waterloo, Westminster og Lambeth brýrnar—hélt á lofti borðum og skiltum með ýmsum skilaboðum til stjórnvalda—og stöðvaði í kjölfarið umferðina.  

Nánar: https://www.bbc.com/news/uk-en…

Þá komu mótmælendur einnig fyrir stórum borða yfir Westminster brú með orðunum „We’re fucked“ (Þetta er búið spil).

Nánar: https://www.independent.co.uk/…

Í kjölfarið færðust mótmælin yfir í Parliament Square þar sem þrjú tré voru gróðursett. Þar tók Tiana Jacout, ein af skipleggjendum mótmælanna, meðal annars til máls:

„Við gerum þetta ekki að gamni okkar, að skapa umferðarteppu í Lundúnum; en ef ekkert breytist á næstunni þá blasir aldauðaskeið við—jafnvel stærra en það sem dró risaeðlurnar til dauða.“

– Tiana Jacout

Samkvæmt skipuleggjendum tóku 6.000 manns þátt í mótmælunum. Mótmælin ollu töluverðu raski á umferð og í sumum tilfellum hindruðu för sjúkra- og lögreglubíla í borginni. 

Hér fyrir neðan má svo sjá ræðu sem breski rithöfundurinn George Monbiot hélt um helgina. 

Auglýsing

læk

Instagram