Auglýsing

Skjávarpi á lygilegu verði: Er þetta plat eða perfect?

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Það söng Gleðibankinn í Evróvisjón-keppninni árið 1986. Síðan þá hafa nokkrir lítrar af vatni runnið til sjávar og rúmlega það. Við erum komin með allt sem við þurfum í símann okkar sem situr þægilega í vasanum – og ef það er eitthvað sem við þurfum þá er hæglega hægt að kalla það fram í sjónvarpið. Flestir eiga svokölluð snjallsjónvörp og þannig eru flestar okkar vörur orðnar – að minnsta kosti eru þær sagðar snjallar.

Við á Nútímanum höfum endalaust gaman að tækninýjungum og þá skiptir engu hvort um er að ræða sjálfsjúgandi ryksuguvélmenni eða heyrnartól sem geta útilokað hljóð í ryksugum. Við skoðum veraldarvefinn og það sem er bæði í tísku og á jaðri þess að detta í tísku hérna á Íslandi. Við flytjum ykkur í staðinn hreinskipta umsögn um það sem þú gætir mögulega gert góð kaup með eða keypt köttinn í sekknum…eða kettina í sekknum.

Ódýr skjávarpi = Drasl?

Þennan fallega þriðjudag er komið að því að skoða ákveðna vöru sem hefur verið að slá í gegn á Íslandi en um er að ræða einn ódýrasta skjávarpa sem finnst um gjörvallan heim. Svo gott sem. Þú getur eflaust fundið hann ódýrari á AliExpress en það nennir enginn að bíða í sex vikur í von og óvon hvort varan komist heil til þín yfir Atlantshafið. Við höfðum samband við Flottarvörur – lítið fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í innflutningi á allskonar sniðugu dóti sem við á Nútímanum elskum að prófa.

Það sem varð fyrir valinu þessa vikuna var einn ódýrasti skjávarpi sem við höfum rekist á – og þið megið alveg leiðrétta okkur með tölvupósti á ritstjorn@nutiminn.is. Um er að ræða pínkulítinn skjávarpa sem er af kynslóð #2 þ.e.a.s. þetta er endurbætt útgáfa af hinum skjávarpanum sem þó er ekki til umsagnar hér. Skjávarpinn er ekki nema 900 grömm og býður upp á innbyggt Android-kerfi sem auðveldar alla notkun á tækinu.

..já það fylgir með fjarstýring!

Skjávarpinn er 390 ANSI (Lúmens) en það þýðir að þú þarft að vera á svona þokkalega „dökkum“ stað eða í þokkalegu „dökku“ umhverfi til þess að hann skíni í gegn eins og Prettyboitjokko. Nútíminn er ekki hér til að selja þér köttinn í sekknum – ef þú ert að búast við einhverjuj skjávarpa sem þú manst eftir í samfélagsfræði í 10unda bekk þá skaltu gleyma því strax. Það er ástæða fyrir því að hann kostar ekki nema 19.990 krónur….og það með fjarstýringu.

Þetta litla kvikindi stendur alveg fyrir sínu og rúmlega það. Fyrir 19.990 krónur ertu kominn með gúddsjitt skjávarpa sem slær í gegn í svörtu rými en á aðeins erfiðra uppdráttar í upplýstu umhverfi. Hægt er að tengja hann þráðlaust við veraldarvefinn auk þess sem hann býður upp á blátannartengingu – það þýðir að þú getur tengt skjávarpann við tölvuna þína en hljóðið við þráðlausan hátalara. Í stýrikerfi skjávarpans er auðvelt aðgengi að öllum miðlum –  þá fylgja forrit á borð við Netflix með stýrikerfinu.

Sjón er sögu rí….

Android 11.0 stýrikerfið fylgir skjávarpanum og Dual-band Wi-Fi 6+ BT5.0 tengimöguleikum, er Skjávarpinn Gen 2 búinn að því besta sem völ er á í tengimöguleikum og stýrikerfum með betri lúmen og upplausn en aðrir skjávarpar miðað við þetta ótrúlega verð. Þá er hann einnig búinn sjálfvirkri leiðréttingu myndar sem þýðir að þú færð alltaf rétthyrnda mynd, óháð því hvernig tækið er stillt.

Sjón er sögu ríkari. Aldrei átt meira við en núna. Þennan færðu á 19.990 kr.- hjá Flottar.is // ef þú ákveður að henda í eitt stykki þá skaltu ekki hika við að senda okkur umsögn á ritstjorn@nutiminn.is

Tæknileg atriði

Litur: Svartur
Birtustig: 390 ANSI Lúmens
Upplausn: 1080P (1920×1080)
Þyngd: 910g
Stillanlegur focus
Minni : 8gb
CPU : Allwinnder H713 ARM Cortex-A-53
Wifi: Dual band Wifi6 + BT5.0 module
Fyrir betri upplausn ert mælt með því að hafa myrkur í rýminu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing