Rúður nötruðu á Siglufirði

Jarðskjálfti, 5,6 að stærð, varð klukkan 15:05 í dag um 18,1 km norðvestur af Gjögurtá. Fann fólk vel fyrir skjálftanum á Akureyri, í Hrísey og á Siglufirði. Þetta kemur fram á vef mbl.is

„Við sát­um fyr­ir utan Fríðu kaffi­hús hér í sól­inni og allt í einu sá maður bara rúðurn­ar á verk­stæðinu við hliðina á okk­ur ganga til. Þetta voru nokkr­ar sek­únd­ur og svo bara leið þetta hjá og sól­in hélt áfram að skína,“ seg­ir Marta María Jónasdóttir, sem stödd er á Siglufirði, í samtali við mbl

Marta segir skjálftann hafa verið lengi að ganga yfir og fólki hafi verið mjög brugðið. Nokkrir minni skjálftar, upp úr 3 að stærð, fundust einnig skömmu eftir skjálftann.

Auglýsing

læk

Instagram