Auglýsing

Páll Óskar skemmtir þáttakendum

Í kvöld fer fram páska-fjölskyldubingó í beinni útsendingu á mbl.is

„Plönin um páskana fóru í vaskinn hjá ansi mörgum og þess vegna ætlum við að slá upp páskabingói í kvöld kl. 19.00,“ segir Siggi Gunnars bingóstjóri í samtali við k100

Líkt og síðustu vikur munu þau Siggi Gunnars og Eza Ruza halda uppi fjörinu og færa fólki bingótölurnar beint heim í stofu. Tónlistarmaðurinn Páll Óskar kíkir einnig í heimsókn og tekur tvö lög fyrir áhorfendur.

„Mér finnst alltaf extra skemmtilegt að gera eitthvað svona þegar það eru sérstakir dagar, eins og núna um páskana. Svo ætlar hinn óviðjafnanlegi Páll Óskar að kíkja í heimsókn og taka tvö lög. Það er alltaf gaman þar sem hann er,“ segir Siggi. „Palli á náttúrlega eitt vinsælasta lag dagsins í dag en það er lagið Spurningar sem hann gerir ásamt Birni. Hver veit, kannski tekur hann það í kvöld?“

Útsendingin hefst kl. 19.00 og hægt er að fylgjast með í beinu streymi á mbl.is/bingo og á rás 9 fyrir þá sem eru með sjónvarp Símans. Bingóspjöldin má nálgast á mbl.is/bingo.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing