Mikill eldur við Korpúlfsstaði

Laust fyrir klukkan átta í morgun var slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað út vegna sinuelds við Korpúlfsstaði og Bakkastaði.

Að sögn varðstjóra var umfang eldsins töluvert og barðist allt lið tveggja slökkvistöðva við eldinn. Mikinn reyk lagði frá svæðinu og var brýnt fyrir íbúum í Víkurhverfi að loka gluggum. Slökkvi­starfi lauk um 09:30 en þó er talsverð vinna eftir á vettvangi.

Auglýsing

læk

Instagram