Handtekinn vegna andláts konunnar á Akureyri: „Talinn hafa verið á vettvangi þegar konan lést“

Einn maður hefur verið handtekinn í kjölfar andláts ungrar konu sem fannst látin í íbúð sinni á Akureyri í gær. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá þessu á Facebook. Maðurinn var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 26. október næstkomandi.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu er maðurinn talinn hafa verið á vettvangi þegar konan lést. Lögreglan á Norðurlandi eystra getur ekki gefið frekari upplýsingar um málavexti meðan fyrstu aðgerðir rannsóknarinnar standa enn yfir.

Sjá einnig: Ung kona fannst látin í íbúð á Akureyri í gær

Auglýsing

læk

Instagram