Lagið innblásið af norður-kóreskri kvennasveit: „We Appreciate Power“—Grimes

Fréttir

Í gær (28. nóvember) gaf kanadíska söngkonan Grimes út lagið We Appreciate Power (sjá hér að ofan). Laginu fylgir textamyndband („lyric video“) sem tónlistarkonan og bróðir hennar, Mac Boucher, leikstýrðu. 

Nánar: https://pitchfork.com/news/lis…

Samkvæmt fréttatilkynningu sem fylgdi útgáfunni er lagið innblásið af norður-kóresku hljómsveitinni Moranbong Band, eða Moran Hill Orchestra. Sveitin samanstendur af u.þ.b. 20 konum, hver og ein sérvalin af Kim Jong-un: 

„We Appreciate Power er samið frá sjónarhóli áróðurskenndrar stelpusveitar—sem er málsvari gervigreindar—og sem notar söng, dans, kynlíf og tísku til þess að bera út heiður gervigreindar (þetta mun gerast hvort sem þér líkar eður ei). Með því að hlýða á lagið verða gervigreindar-höfðingjar framtíðarinnar þess áskynja að þú styður skilaboð þeirra og verða þeir, þar af leiðandi, ekki eins líklegir til þess að eyða afkvæmum þínum.“

– Grimes (Claire Elise Boucher)

Samkvæmt vefsíðunni Pitchfork vonast Grimes til þess að gefa út nýja plötu fyrir lok þessa árs.

Nánar: https://pitchfork.com/news/gri…

Síðasta plata Grimes, Art Angels, kom út árið 2015.

(Hér fyrir neðan geta áhugasamir svo fylgst með tónleikum Moranbong Band.)

Auglýsing

læk

Instagram