„Áramótaballið mitt er ON“

Tón­listar­maðurinn Páll Óskar þakkar Sýslu­manninum í Kópa­vogi kær­lega fyrir að hafa bjargað ára­móta­balli sínu á Spot.

Óvíst var hvort ballið yrði haldið eftir að Spot missti vínveitingaleyfi sitt á dögunum, sjá hér: Áramótaball Palla í uppnámi.

Skemmtistaðurinn hefur nú fengið vínveitingaleyfi sitt endurnýjað og ár­legt ára­móta­balla Páls Óskars komið aftur á dag­skrá. „Nú verður stillt upp hljóð­kerfi og ljósum og Palla-skreytingum það sem eftir lifir dags.“ segir Palli í í tölvu­pósti til Fréttablaðsins.

„Árni Björns­son á Spot á engar þakkir skildar fyrir sína eigin hand­vömm. Aftur á móti sendi ég ég kærar kveðjur til sýslu­mannsins í Kópa­vogi. Takk fyrir að bjarga ballinu,“ segir einnig í tölvu­póstinum.

Auglýsing

læk

Instagram