Auglýsing

Baltasar um Hildi:„Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn“

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er aldeilis að slá í gegn með tónlist sína en hún fór meðal annars heim með Golden Globe verðlaun á sunnudaginn síðastliðinn fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur er einnig ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna og verða tilnefningar tilkynntar 13.janúar.

Baltasar Kormákur var á línunni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar hvaða þýðingu verðlaunin hafa fyrir Hildi.

„Þetta hefur mjög mikla þýðingu og nafn hennar flýgur núna hátt í Hollywood og víðar. Auðvitað skiptir mestu máli hvernig er spilað úr þessu. Ég hef mikla trú á Hildi og þetta kom ekki mjög á óvart sem þýðir að hún sé búin að vinna sér inn fyrir þessu,“ segir Baltasar.

„Hún vann Emmy-verðlaunin í fyrra og tilnefnd núna til Grammy og Bafta. Ég held að hún vinni Óskarinn. Hún verður þá fyrstu Íslendingurinn til að hampa þeirri styttu. Þetta verður stórt ár hjá henni.“

Hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Baltasar í heild sinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing