Airwhales:„Við erum að taka bylgjurnar aftur til okkar“

Airwhales, ný tón­listar­há­tíð, verður haldin á Hlemmur Square dagana 7. til 9. nóvember næst­komandi, en þetta kemur fram í til­kynningu frá að­stand­endum há­tíðarinnar. Í tilkynningunni segir að markmið Airwhales sé að koma lista­mönnum á Ís­landi á fram­færi.

„Við trúum á tón­listar­senuna í Reykja­vík og finnst að þetta tón­listar­fólk eigi að fá sjálf­stætt svið til að koma tón­list sinni á fram­færi og fá tæki­færi til að deila þessari helgi og byggja brýr til annarra landa,“

Skipuleggjendur hátíðarinnar segjast vera að endurheimta bylgjurnar og ætla sér að keppa við stærstu tónlistarhátíð á Íslandi.

„Við erum að taka bylgjurnar aftur til okkar. Mál­staður okkar kemur frá hjartanu. Við bjóðum upp á yfir 20 tón­listar­menn, plötu­snúða og aðra lista­menn í þrjá daga og keppum því við stærstu tón­listar­há­tíð á Ís­landi. Engum er skolað burt af stærri öldum. Tón­list ofar peningum.“

Meðan þeirra sem fram koma á hátíðinni í ár eru Jelena Ciric, Gus­gusar, Skauti, MSEA, Dead Bird Lady, David Rist, super­sport, Ot­t­oman, Skoffín, S.hel, Regn., Marteinn Sindri, Sinah, Salóme Katrín, Reyka­vik on Stage og fleiri.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Instagram