Aldrei ein

Berglind Guðmundsdóttur er ástríðukokkur, matarbloggari með síðuna Gulur, rauður, grænn & salt, hjúkrunarfræðingur og einstæð móðir fjögurra barna.

Svo það er alltaf nóg að gera hjá henni og eiginlega aldrei dauður tími. Stundum upplifir hún að týnast aðeins í þessari daglegu rútínu og finnur jafnvel fyrir einmanaleika. Hún ákveður því að skipta um umhverfi, flýja grámyglu hversdagsleikans heima á Íslandi og ferðast til uppáhalds eyjunnar sinnar, Sikileyjar.
Á ferðalagi sínu um eyjuna nýtur Berglind gestrisni eyjaskeggja, smakkar ótrúlega bragðgóðan mat, dreypir á vínum á heimsmælikvarða, kynnist menningu Sikileyinga og nýtur í botn náttúrufegurðar sem er engri lík.
Þáttaröðin Aldrei ein kemur í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium á morgun og verður sýnd næstu fimmtudagskvöld í opinni dagskrá kl. 20.10

Auglýsing

læk

Instagram