Aldrei fór ég suður haldin með óhefðbundnu sniði í ár

Tón­list­ar­hátíðin Aldrei fór ég suður verður hald­in með óhefðbundnum hætti nú um pásk­ana vegna sam­komu­banns­ins sem lagt hef­ur verið á. Hátíðin sem hefur verið haldin á Ísafirði árlega frá árinu 2004, mun í ár fara fram án gesta.

Þess í stað verður tónleikunum streymt í opinni dagskrá á netinu. Að sögn Kristjáns Fr. Halldórssonar, rokkstjóra og einum af skipuleggjendum hátíðarinnar, var ákvörðunin tekin í gær þegar leit út fyrir að fresta þyrfti hátíðinni eða aflýsa henni.

Haft var samband við flest það tónlistarfólk sem er á dagskrá hátíðarinnar og tók það vel í hugmyndina. En GDRN, Auður, Bríet, Helgi Björns, Hermi­gervill, Moses Hightower og VÖK eru meðal þeirra tón­list­ar­manna sem eru á dag­skrá hátíðar­inn­ar.

Það á eftir að út­færa fram­kvæmd­ina ná­kvæm­lega en stefnt er að því að tón­leik­astaðir verði tveir, Ísa­fjörður og Reykja­vík, og öllu svo streymt heim í stofu.

„Auðvitað er það mikið högg að missa hátíðina úr bæn­um en ég held að þetta sé besta lausn­in. Að reyna að gera gott úr þessu og bjóða áfram upp á vest­firska menn­ingu,“ seg­ir Kristján.

Þetta kemur fram á vef mbl

Auglýsing

læk

Instagram