Ari Eldjárn tók á móti Íslensku bjartsýnisverðlaununum

Uppistandarinn og handritshöfundurinn Ari Eldjárn hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2020. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISAL.

„Í umsögn dómnefndar kemur fram að Ari tilheyri fámennum hópi listamanna sem er bæði nýr en á sér langa sögu um allan heim sem tengja saman margar ólíkar listgreinar. Ari segir sögur, af sjálfum sér, úr sínu nærumhverfi sem eru bráðfyndnar. Hann hefur einstakan húmor fyrir sjálfum sér, þjóðinni og manneskjunni. Ari er sagnamaður nútímans og er frábær fulltrúi íslenskrar menningar,“ segir í tilkynningunni.

Í dómnefnd eru þau Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.

Auglýsing

læk

Instagram