Auglýsing

„Augmented Reality Disorder“ í Midpunkt

Midpunkt gallerí býður ykkur velkomin á opnun Augmented Reality Disorder (ARD) þann 9. október frá kl. 17:00 til 20:00. Sýningin er opin um helgar til og með 31. október 2021.

Listafólkið Hákon Bragason og Katerina Blahutova taka höndum saman í þessari nýju innsetningu og bjóða áhorfendum að endurskoða skilning sinn á stafrænu hliðarsjálfi nútímamannsins. Sjónvarpsskjáir sem yfirlýsa sýningarrýmið taka á móti áhorfendum. Með því að horfa í gegnum pólíserandi filmu sjá áhorfendur hvernig birtan umbreytist og stafrænn heimur tekur á sig mynd. Þegar áhorfendur ferðast gegnum rýmið birtast nýir heimar til þess eins að hverfa jafn skjótt aftur inn í hvíta birtuna. Á þessu sífellda ferðalagi á milli veruleika hafa áhorfendur þó einn fastan punkt: Neðri búkur manneskju stendur grafkyrr í miðju rými; hinn helmingurinn fastur í stafrænum heimi. 

Til að skoða áhrif og afleiðingar stafræna sjálfsins buðu sýningarstjórarnir Dorothea Olesen Halldórsdóttir og Þorsteinn Eyfjörð listafólkinu að skapa innsetningu sem tjáir þetta félagslega fyrirbæri. Í ferlinu rannsökuðu þau spurningar á borð við: Vitum við hvaða áhrif hið síbreytilega, leikstýrða stafræna sjálf hefur á sjálfsmynd lifandi manneskju í raunheimum? Þurfum við stöðuga áminningu úr hliðarveruleikanum til að ná tengingu við sjálfið? Er sjálfið svo samofið þessari stafrænu vörpun að við erum hætt að greina á milli? Er það óeðli að vera ekki sítengdur?

Eftir situr spurningin: Upplifðir þú þessa sýningu ef þú varst bara í símanum að taka myndir? Eða var skjalfesting stafræna sjálfsins til þess að þú raunverulega upplifðir miklu meira en hinir?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing