Bauð óvart yfir 100 þúsund manns í saumaklúbbinn: „Mömmulegasta sem ég hef gert“

Auglýsing

Færsla Guðrúnar Kristinsdóttur í Facebook grúppunni Gefins, allt gefins, hefur vakið mikla kátínu á meðal íslenskra netverja síðan í gærkvöldi. Guðrún lagði til að tími væri kominn á saumaklúbb hjá hópnum sem telur yfir 100 þúsund meðlimi.

„Eigum við ekki að fara að hittast? Mér finnst alveg kominn tími á saumaklúbb, Dóra María hélt síðast. Viljum við halda okkur við stafrófið eða vill einhver sjálfboðaliði hafa næsta klúbb?“ skrifaði Guðrún.

Hún áttaði sig svo á því að þetta hefði hún skrifað í vitlausan Facebook hóp.

„OK þetta fór í vitlausan hóp en verður ekki bara stór saumaklúbbur á Arnarhólnum á föstudagskvöldið? Þetta er það mömmulegasta sem ég hef gert, segja krakkarnir mínir,“ skrifaði hún eftir að hún áttaði sig á mistökunum.

Auglýsing

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram