Auglýsing

Beck og Two Door Cinema Club í Höllinni

Beck kemur fram í Höllinni 2. júní 2020 ásamt hljómsveitinni Two Door Cinema Club.

BECK þarf varla að kynna en hann hefur verið fastur gestur í útvarpi, sjónvarpi og heyrnatólunum okkar síðan snemma á tíunda áratugnum. Hann varð fyrst heimsþekktur þegar hann gaf út lagið Loser sem toppaði vinsældarlista um allan heim árið 1994 og síðan þá hefur hann gefið út 14 plötur, þar af tvær sem eru á lista Rolling Stone yfir 500 bestu plötur allra tíma og unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal 7 Grammy verðlaun. Beck gaf út plötuna Hyperspace í lok seinasta árs en platan var pródúseruð af Pharell Williams.

TWO DOOR CINEMA CLUB er hljómsveit frá Norður Írlandi sem hefur verið að spila og gefa út músík og í meira en áratug. Fyrsta breiðskífan þeirra Tourist History er í dag goðsagnakennd plata sem öll indí börn þekkja vel, en hún inniheldur lög eins og What You Know og Undercover Martyn. Sveitin gaf nýlega út plötuna False Alarm sem er djarft og þroskað framhald af 10 ára ferli.

Tvö verðsvæði eru í boði:
– Standandi:      9.990 kr.     (við svið)
– Stúka:            15.990 kr.    (númeruð sæti, aftast í salnum)

Það verður sannkölluð tónlistarveisla í Höllinni 2. Júní, með Beck og Two Door Cinema Club, þar sem eldri lög og smellir verða tekin í bland við ný og óhætt að lofa einstöku og ógleymanlegu kvöldi.

– Póstlistaforsala hefst á fimmtudag kl. 12
– Almenn sala hefst á föstudag kl. 12
– Tvö verðsvæði í boði og miðaverð frá 9.990 kr.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing