Biðin er á enda eftir elífðarverkefni leikstjórans Terry Gilliam: The Man Who Killed Don Quixote

Eftir tæplega þrjá áratugi í vinnslu, hlýtur eitt umtalaðasta ókláraða verk allrar kvikmyndasögunnar loksins uppreisn æru, þegar hinn hugsjónasami og margverðlaunaði leikstjóri Terry Gilliam færir okkur í eitt skipti fyrir öll hans eigin útgáfu af hinum goðsagnakennda Don Quixote á hvíta tjaldið! Í hans höndum öðlast ævintýrið nýtt líf á sama hátt og aðrir villtir draumar úr hugarheimi leikstjórans spruttu fram á sjónarsviðið í  költ meistaraverkum á borð við BrazilTime Bandits og The Adventures of Baron Munchausen!

Myndin fjallar um Toby (Adam Driver) sem er tortrygginn auglýsingaleikstjóri með allt á hornum sér við upptökur á Spáni, er hann kemst í kynni við gamlan og gufuruglaðan skóframleiðanda (Jonathan Pryce) sem telur sig vera Don Quixote. Kumpánarnir tveir leiðast skyndilega út í skrautleg og æ súrrealískari ævintýri sem enginn veit hvar enda.

Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun, 30. ágúst í Bíó Paradís.

Auglýsing

læk

Instagram