Bjóða Íslendingum að kynnast súludansi betur og í leiðinni þurrka út þá fordóma sem fylgt hafa listforminu

Auglýsing

Vikuna 3. – 11. júlí fer fram alþjóðleg listahátíð í Reykjavík sem heitir Reykjavík Fringe Festival. Á henni koma fram fjölmargir listamenn og verður mikið um sýningar í borginni þá vikuna. Á þessari listahátíð mun súludanshópurinn SEIÐR setja upp sýninguna ORIGINS (Rætur) í Tjarnarbíó fimmtudaginn 8. júlí á slaginu 20:00.  

Hópurinn SEIÐR kom fyrst saman á RVK Fringe festival 2019 með sýninguna Draumveruleiki og hefur verið starfandi síðan þá. Innblástur að nafni sýningarinnar, ORIGINS, kemur frá rótum og uppruna meðlima. Gömlu sögurnar sem listafólkið heyrði sem börn og óma í íslenskri menningu koma sterkt inn í sýninguna og má sjá dansarana nýta norræna goðafræði, fornar flökkusögur og ævintýri um tröll og huldufólk.  

Áhorfendur munu njóta ólíkrar túlkunar dansaranna sem leggja mismunandi áherslur í stílum sínum. Þannig munu áhorfendur bæði fá að sjá lostafullar hliðar súludansins sem og þær fyndnu og dramatísku.  

Súludans er ein fárra íþrótta sem er ríkjandi af kvenmönnumÍþróttin var búin til af konum og eru nær öll fyrirtæki sem sprottið hafa upp í kringum list- og íþróttagreinina, stofnuð og rekin af konum.

Auglýsing

Hópurinn vill með þessari sýningu brjóta niður múrinn sem stendur enn uppi og bjóða Íslendingum að kynnast súludansi betur og í leiðinni þurrka út þá fordóma sem fylgt hafa listforminu. Hópurinn hefur það að markmiði að búa til vettvang fyrir þá listamenn sem stunda listgreinina, til þess að koma og draga fram það sem haldið hefur verið í útjaðri listasamfélagsins, í sviðsljósið.  

Þá leggur hópurinn einnig mikið upp úr jákvæðri líkamsímynd og vill lyfta líkömum kvenna upp á hærra svið, gera fólki kleift að sjá dansara af ólíku stærðum og gerðum, örugga í eigin skinni á sviði og þar með brjóta niður þær staðalímyndir sem til staðar eru um hvernig dansarar eigi að líta út, vera og haga sér.  

 SEIÐR vill hvetja alla til þess að láta þessa einstöku sýningu ekki fram hjá sér fara en hægt er að kaupa miða á sýninguna hér

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram