Auglýsing

TOVE, frábært fjör á Barnakvikmyndahátíð og MAMMA MIA! – föstudagspartýsýning!

Veislan heldur svo sannarlega áfram í Bíó Paradís!

Hvað er framundan?:

Frumsýnd 5. nóvember
Stórkostleg kvikmynd byggð á ævi Tove Jansson, skapara múmínálfanna sem lætur engan ósnortinn! Myndin er framlag Finnlands til Óskarsverðlaunanna.
Eftir stórkostlega opnunarhelgi heldur barnahátíðin áfram – og það er af nógu af taka.
Talsettu kvikmyndirnar NELLÝ RAPP: SKRÍMSLASPÆJARI og ANDRI OG EDDA BÚA TIL LEIKHÚS ásamt nýrri stafrænni útgáfu af JÓNI ODDI OG JÓNI BJARNA
og nýju pólsku barnakvikmyndinni CZARNY MLYN 
Hér er svo hægt að nálgast allt kynningarefni Alþjóðlegrar Barnakvikmyndaháítðar í Reykjavík
BIRTA er frumsýnd á hátíðinni fimmtudaginn 4. nóvember – uppselt er á boðssýninguna vegna frábærra viðbragða en boðið verður upp á eina sýningu 7. nóvember.
Kristín Erla Pétursdóttir vann til DIAMANT verðlaunanna sem besta unga leikkonan (Best Child Actor) á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni SCHLINGEL sem fór fram í Þýskalandi dagana 9. – 16. október. Kristín Erla hlaut verðlaunin fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni Birtu.
Margrét Júlía Reynisdóttir var valin af dómnefnd sem besta unga leikkonan á barnakvikmyndahátíðinni KIKIFe, sem fór fram dagana 18.-24. október í Þýskalandi. Margrét Júlía, sem er aðeins 8 ára, fer með hlutverk Kötu í kvikmyndinni Birtu.
Þær verðar báðar viðstaddar frumsýninguna fimmtudaginn 4. nóvember ásamt forsetafrú Elizu Reid. Nánar um frumsýninguna hér.
Og rúsínan í pylsuendanum BRJÁLUÐ FÖSTUDAGSPARTÍSÝNING á MAMMA MIA! í tilefni endurkomu ABBA!
Föstudagurinn 5. nóvember kl 20:00! LIKE A SUPER TRUPER …..
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing