today-is-a-good-day

Björk Orkestral – Live from Reykjavík – Öllum fjórum tónleikum frestað til haustsins 2021

Tónleikaserían Björk Orkestral – Live from Reykjavík í Hörpu hefur nú verið frestað til haustsins 2021. Nýju dagsetningarnar eru 29. ágúst, 5. september, 12. september, og 19. september, en röð tónleikanna heldur sér. Þetta er vegna áframhaldandi fjöldatakmarkana en ekki er hægt að treysta á að búið verði að losa um þær í tæka tíð og setjum við alltaf heilsu og öryggi gesta og starfsfólks á oddinn.

Nýju dagsetningarnar eru eftirfarandi:

  1. Sunnudagur 29. ágúst  kl. 17 – Björk með 15 manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Katie Buckley – Harpa, stjórnandi Bjarni Frímann Bjarnason – ÁÐUR 18 ÁGÚST
  2. Sunnudagur 5. september kl. 17 – Björk með Hamrahlíðarkórnum. Stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir, Bergur Þórisson – Orgel – ÁÐUR 25. ÁGÚST
  3. Sunnudagur 12. september kl. 17 – Björk með blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, flautuseptetinum Viibra. Katie Buckley – Harpa, Jónas Sen – píanó – ÁÐUR 2. MAÍ
  4. Sunnudagur 19. september kl. 17 – Björk með strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi Bjarni Frímann Bjarnason – ÁÐUR 9. MAÍ


Allir miðar eru enn gildir fyrir nýju dagsetningarnar og miðahafar þurfa ekkert að aðhafast. Ef nýja dagsetningin hentar ekki geta miðahafar óskað eftir endurgreiðslu með því að senda tölvupóst á midasala@harpa.is innan við 14 daga frá deginum í dag, eða í síðasta lagi 8. apríl.

Allir miðahafar hafa nú þegar fengið tölvupóst með öllum þessum upplýsingum.

„Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum sem þetta kann að valda þökkum á sama tíma fyrir þolinmæðina og skilninginn,“ segir í tilkynningu.

Auglýsing

læk

Instagram