Bríet í beinni útsendingu í kvöld

Söngkonan Bríet og Lyfja bjóða upp á hugljúfa tóna í beinni útsendingu á netinu í kvöld. Bríeti þarf varla að kynna en hún er afar vinsæl hjá Íslendingum og hafa lög hennar fengið mikla hlustun á undanförnum mánuðum. Síðasta platan hennar, Kveðja, Bríet, raðaði sér í efstu sætin á vinsældalista Íslands á Spotify en þar má finna lögin Rólegur kúreki, Djúp sár gróa hægt og Sólblóm til að nefna nokkur.

Hægt verður að fylgjast með Bríeti í beinni útsendingu á Facebook síðu Lyfju kl. 21:00 í kvöld og hvetjum við landsmenn til að njóta með okkur.

 Arnheiður Leifsdóttir hjá Lyfju:

„Lyfja hefur undanfarið verið að hvetja landsmenn til að slaka á og njóta jólanna, þar sem jólin eru tíminn til að njóta en það á til að gleymast í amstri dagsins. Fyrr í mánuðinum gat fólk farið í jógatíma með Evu Dögg í boði Lyfju og nú bjóðum við upp á tónlistarveislu með Bríeti og mun hún syngja nokkur vel valin lög. Við mælum með að áhorfendur kveiki á kertum, hiti kakó og laumist í jólabaksturinn.“

Auglýsing

læk

Instagram