Daði Freyr óskar eftir aðstoð við gerð Eurovision lagsins

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr setti inn færslu á Twitter þar sem hann óskar eftir aðstoð við gerð lagsins sem verður framlag Íslands í Eurovision 2021.

„Hæ ég heiti Daði Freyr. Ég mun, ásamt Gagnamagninu, taka þátt í Eurovison 2021. Lagið er næstum því tilbúið en ég þarf þína aðstoð, “ skrifar hann.

Hann segist þurfa stóran kór fyrir kafla í laginu og leitar á náðir almennings. Alls vantar Daða sjö mismunandi raddir í kórinn. Hann biður áhugasama um að senda upptöku af sér að syngja eina rödd eða fleiri á netfangið gagnamagnidchoir@gmail.com. Skilafrestur er til 11. janúar.

Þá setur hann einnig inn slóð á leiðbeiningar um sönginn sem hann óskar eftir.

Auglýsing

læk

Instagram