Draumaheimilið hefst í kvöld!

Auglýsing

Draumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í
fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða
eign skal kaupa.

Í hverjum þætti er fylgst með kaupendum velja á milli
þriggja eigna og vega og meta hvaða eign hentar best. Það eru margar
ákvarðanir sem fylgja fasteignakaupum auk verðs og staðsetningar;
skólahverfi, íþróttafélag nánd við miðbæ auk ástands eignarinnar svo
eitthvað sé nefnt. Auk þess að fylgjast með þessum stóra áfanga í lífi
fólks munu áhorfendur fá góð ráð frá iðnaðarmönnum og öðrum fagaðilum.

Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir verður þáttastjórnandi og mun
spjalla við kaupendur á meðan ferlinu vindur fram. Fjölmiðlamaðurinn
og leikstjórinn Benedikt Valsson hefur veg og vanda að framleiðslunni
fyrir hönd Skot Productions.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram