,,Ég er búinn að tala um þetta milljón sinnum en einhvern veginn veit aldrei hvað ég á að segja”

Fótboltamaðurinn Rúrik Gíslason er viðmælandi Sölva Tryggva í nýjasta podcast þætti hans.

Þar fer hann yfir meðal annars yfir fótboltann, Instagram-frægðina og móðurmissinn.

,,Mamma var búin að vera að díla við krabbamein í stuttan tíma, hrakaði mjög hratt þarna, og ég er kallaður heim í svona „panikki“ eiginlega.”

,,En þegar ég var á Íslandi þessar þrjár vikur þá æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin niðri á líknardeild og á milli þess sem ég var á líknardeildinni þá skaust ég á æfingar. Svo lætur mamma lífið þarna 16. apríl og ég fer í kistulagningu en ákvað, til þess að þóknast klúbbnum afþví að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma aftur út að æfa, að sleppa jarðarförinni.”

Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Auglýsing

læk

Instagram