„Ég hef aldrei almennilega dottið inn í þennan hlaðvarpsheim“

„Líkt og svo margt í mínu lífi þá er tónlistin sem ég er hlusta á frekar skizofrenísk. Ég hef undanfarið mikið hlustað á Bushido, nýjustu plötu Birnis, svo hlusta ég alltaf mikið á Bob Dylan, Talking Heads, Bruce Springsteen, Prince og margt fleira. Yfir hátíðarnar tók ég gott Elvis Presley-æði enda eitthvað mjög hátíðlegt við það. Svo hef ég verið mjög mikið síðasta árið í einhverju Rod Stewart-æði, hann er náttúrlega ótrúleg skepna.“

Svo mælir Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður og einn eigenda fatahallarinnar Nebraska á Barónsstíg, en hann tjáir sig um þá afþreyingu sem heltekur hann þessa dagana í tölublaði Vikunnar. Að sögn Guðmundar er hann hvorki nógu duglegur að lesa né hlusta á hlaðvörp, en sé það í vinnslu.

„Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei almennilega dottið inn í þennan hlaðvarpsheim. En þó á ég tvö uppáhaldshlaðvörp sem ég hlusta reglulega á og það er annars vegar Fílalag með Bergi Ebba og Snorra og hinsvegar Hylurinn sem er hlaðvarp um veiði sem Sigþór og Birkir eru með. Bæði frábært efni. Svo hef ég nokkrum sinnum farið sjálfur í hlaðvörp sem viðmælandi en á erfitt með að hlusta á sjálfan mig tala svo ég hef ekki hlustað á neitt þeirra, nema í Hylnum. Ég gat sem sagt hlustað á sjálfan mig tala um veiði,“ segir Guðmundur.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á áskriftarvef Birtíngs.

Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

Auglýsing

læk

Instagram