„Ég held að fæstir nái því að verða fertugir án þess að upplifa einhver áföll“

Auglýsing

Fjölmiðlakonana Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er nýjasti gesturinn í þættinum Einkalíf á vísi

Hún segir alkóhólisma föður síns hafa litað líf sitt fram á fullorðinsárin.

„Þá er alkóhólismi föður míns efst á blaði og það hefur svona litað allt mitt líf frá því að ég var barn fram á fullorðins ár. Það er með það eins og annað að allir erfileikar kenna manni líka. Hlutir eins og dómharka, ég dæmi fólk bara sjaldnast. Maður er bara barn þegar maður uppgötvar það að besta fólk gerir hluti sem eru ekki til fyrirmyndar.“

„Það er ekki langt síðan að ég fattaði hvað þetta hafði mikil áhrif á mann af því að það eru margir sem alast upp við eitthvað miklu verra. Pabbi hefur aldrei verið vondur við mig, aldrei nokkur tímann eins veikur og hann er. Ég á mömmu sem er skotheld. Ég man þegar ég fór í gegnum öll unglingsárin að ég var bara pirruð þegar ég heyrði fólk tala um alkóhólisma sem sjúkdóm því mér fannst það bara móðgun við fólk með krabbamein. Ég var síðan orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að þetta er ekki eitthvað sem nokkur maður velur sér. Ömurðin er bara þannig og fólk er kannski búið að leggja botnlaust á sig í að koma sér á betri stað en endar alltaf í sama farinu. Þá getur þetta ekki verið annað en einhver veiki.“

Auglýsing

Í viðtalinu er líka farið yfir feril Sigrúnar en hún er ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Hún hefur vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum, sem sýndir hafa verið á Stöð 2, ásamt því að vera kynnir í þáttunum Allir geta dansað.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram