Einn heppinn áskrifandi var með allar tölur í réttri röð í Jóker og fær 2 milljónir króna fyrir

Auglýsing

Lottópotturinn verður tvöfaldur í næstu viku þar sem enginn var með 1. vinninginn í útdrætti gærkvöldsins. Tveir spilarar voru þó með bónusvinninginn og fær hvor vinningshafi rúmlega 213 þúsund krónur í sinn hlut en miðarnir voru keyptir í Lottó appinu og á vefnum lotto.is.

Einn heppinn áskrifandi var með allar tölur í réttri röð í Jóker og fær 2 milljónir króna fyrir. Hvorki fleiri né færri en átta miðahafar voru með 2. vinninginn í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á Olís Dalvík, lotto.is, Krambúðinni Selfossi, tveir voru keyptir í Lottó appinu og eru þrír vinningshafanna í áskrift.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram