Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum

Auglýsing

Einn heppinn Þjóðverji var með 1. vinning í EuroJackpot og hlýtur hann rúma 7,4 milljarða króna í vinning. Tveir miðahafar voru með 2. vinning.

Miðarnir voru báðir keyptir í Þýskalandi og fær hvor vinningshafi tæplega 177 milljónir íslenskra króna. Þá voru níu miðahafar með 3. Vinning og fá tæpar 14 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir Danmörku, Noregi, Ítalíu, Póllandi, Finnlandi og 4 í þýskalandi. Einn Íslendingur var meðal þeirra 46 heppnu sem hrepptu 4. vinning í gærkvöldi, fjórar réttar aðaltölur og báðar stjörnutölurnar, og fær rúmlega 902 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur hjá N1, Stórahjalla, Kópavogi. Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur hjá N1, Borgartúni, Reykjavík.

Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 5.647

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram