Ekið á gangandi vegfaranda – Lögreglan óskar eftir vitnum

Auglýsing

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir aðstoð almennings við að finna ökumann sem ók niður gangandi vegfaranda í Njarðvík í dag.
„Rétt í þessu var ekið á gangandi vegfaranda á gangbrautarljósum við Reykjanesveg í Njarðvík og fór ökumaður af vettvangi án þess að huga að þeim sem ekið var á. Ökutækið er hvítur sendibíll í minni kantinum og hvetjum við ökumann til að gefa sig fram við lögreglu. Ef einhverjir hafa verið vitni að þessu þá biðjum við ykkur einnig að hafa samband, “ segir í tilkynningu lögreglu.
„Við viljum einnig beina því til þeirra sem voru á þessum slóðum, þ.e. í kringum Njarðvíkursjoppu um klukkan 13:30 og eru hugsanlega með myndavélar í bílum sínum að kanna myndefnið og láta okkur vita ef svo er. Þá erum við sérstaklega að horfa í þá ökumenn sem óku í norður eða suður frá sjoppunni.“
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram