ELEANOR CONWAY – „Þú hefur kannski séð mig á Tinder“

Í fyrsta skipti á Íslandi!

8, 9. og 10. júlí 2021

The Secret Cellar, Lækjargata 6, 101 Reykjavík

Miðasala á www.eleanorconway.com

Breski uppistandarinn Eleanor Conway er nokkuð viss um að hún eigi við erfiðleikum með nánd. Hún stundar alltaf kynlíf á fyrsta stefnumóti og hefur ekki komist lengra en á þriðja stefnumót í yfir 10 ár.

Þessi ótrúlega hreinskilna og fyndna sýning er byggð að hluta til af persónulegum reynslum Eleanor sjálfrar. Hún spyr spurninga á borð við: Er eitthvað rangt við nútíma stefnumótamenningu og hvaða áhrif hefur hún á andlega heilsu okkar?

Eleanor Conway er margverðlaunaður uppistandari sem sérhæfir sig í sóðalegum, hreinskilnum, og sprenghlægilegum sýningum um kynlíf, stefnumót og fíkn.

Tik Tok aðgangur hennar hefur fengið milljónir áhorfa þar sem hún birtir myndbönd um stefnumót, kynlíf og barnlausan lífstíl.

Hér fyrir neðan má sjá Eleanor tala um það hvers vegna hún er ennþá á lausu.

Auglýsing

læk

Instagram